Hleðsluþjónusta fyrir fjölbýlið

e1 sér um rekstur og greiðslumiðlun á öllum tegundum hleðslustöðva fyrir húsfélög.
Fjölbýlið getur valið e1 sem þjónustuaðila frá upphafi eða skipt yfir til e1 hvenær sem er eftir uppsetningu stöðva.
Hjá e1 ráða húsfélög sínum raforkusala og verði á kWh til notenda.

Einföld og hagkvæm hleðsluþjónusta

Að festa kaup á hleðslustöðvum fyrir húsfélagið og setja þær upp er fjárfesting og við hjá e1 teljum að eftir uppsetningu eigi rekstur og greiðslumiðlun á þeim að vera hagkvæm.

Það er einfalt að bæta hleðslustöðvum húsfélagsins í deilihagkerfi e1 og njóta þægindanna við að nota sama appið heima og að heiman hvenær sem á þarf að halda.

checkmark
Ekkert stofngjald
checkmark
Enginn binditími samnings
checkmark
Húsfélagið stýrir notkun hleðslustöðva
e1 App landing pagegradient background CTO app

Verð

Hægt er að velja um tvær megin þjónustuleiðir; einkastöðvar eða samnýttar stöðvar.
Einnig er hægt að blanda bæði einka- og samnýttum stöðvum hjá sama húsfélagi eftir þörfum.

Einkastöðvar

Samnýttar

0 kr. mán/tengi
Fyrir hleðslustöðvar í einkaeign
checkmark grey
Enginn kostnaður ef stöð er ónotuð
checkmark grey
Einn appaðgangur + lyklar
checkmark grey
Full stjórn í appi
498 kr. mán/tengi
Fyrir samnýttar hleðslustöðvar
checkmark
Lágt verð
checkmark
Ótakmarkaður appaðgangur + lyklar
checkmark
Full stjórn á mínum síðum

Hvernig virkar ferlið hjá e1 fyrir fjölbýli?

Ferlið hjá e1 virkar þannig að notendur húsfélagsins stofna aðgang í e1 appinu. e1 tengir við stöðvar húsfélagsins og opnar aðgang fyrir notendur. Húsfélagið ákveður sjálft verð og aðgang fyrir sína hópa.

e1 safnar greiðslum frá notendum yfir hvern mánuð m.v. notkun og leggur veltuna inn á húsfélagið í upphafi nýs tímabils. Þjónustugjald dregst sjálfvirkt af veltu í hverjum mánuði.

Algengar spurningar

Hvað kostar kWh hjá e1?

Hjá e1 ræður eigandi hleðslustöðva verðinu sjálfur. Hægt er að velja um verð á kWh, verð á mín. eða blanda bæði saman að vild. Flest húsfélög velja bara verð á kWh.

Er hægt að aðgangsstýra hleðslustöðvum húsfélagsins fyrir mismunandi hópa?

Já, það er hægt að setja upp eins marga hópa og húsfélagið vill. Algengast er að húsfélög velji einn lokaðan íbúahóp sem fær ákveðið verð. Einnig velja sum húsfélög að bæta við hópi fyrir gesti/almenning og þá á örlítið hærra verði.

Hvort á ég að velja einkastöðvar eða samnýttar fyrir húsfélagið?

Húsfélagið getur valið að hafa stöðvar sem einkastöðvar t.d. í bílastæðakjallara eða valið að hafa stöðvar samnýttar, sem er algengt fyrir t.d. útistæði. Þá er jafnframt hægt að blanda saman þessari lausn og hafa bæði einkastöðvar og samnýttar stöðvar með aðgengi fyrir íbúa og/eða gesti/almenning.

Er hægt að setja mismunandi verð eftir tímum sólarhringsins?

Já, húsfélög geta sjálf ákveðið að hafa mismunandi verð eftir mismunandi tímum sólarhringsins og einnig mismunandi verð fyrir mismunandi hópa.

Fær húsfélagið aðgang að mínum síðum?

Já, húsfélagið fær aðgang að mínum síðum. Þar er hægt að skoða m.a. notkun sem fer í gegnum stöðvarnar og taka út skýrslur eftir þörfum.

Hvar fær húsfélagið lykla fyrir notendur?

Húsfélagið getur fengið senda lykla fyrir notendur með pósti eða við getum skutlað þeim til ykkar (á eing. við um Akureyri og höfuðborgarsvæðið).

Fleiri spurningar?

Hafðu sambandgradient background CTO app