Skip to content

Hleðslulausnir
fyrir rafbíla

Hugbúnaðarlausn sem einfaldar umsýslu hleðslustöðva ásamt greiðslulausn og snjallsímaforriti fyrir rafbílaeigendur. 

Snjallar lausnir fyrir einstaklinga, húsfélög, fyrirtæki og stofnanir. 

e1 EV charging platform

e1 - hleðslulausnir fyrir rafbíla

Frá árinu 2015 hefur sprotafyrirtækið e1 þróað fullkomna hugbúnaðarlausn með aðgangstýringu og greiðslulausn fyrir hleðslustöðvar rafbíla sem hægt er að sníða að ólíkum notendahópum.

e1 EV charging

Hraðari orkuskipti í samgöngum með snjallari hleðslulausnum

Fullkomin hleðslulausn fyrir rafmagnsbíla

Hámarkaðu nýtingu hleðslubúnaðar með hugbúnaðarlausn sem hámarkar uppitíma og lágmarkar rekstrarkostnað fyrir þína hleðslustöð

Greiðslur og reikningar

Sjálfvirkni í gjaldtöku, útgáfu reikninga og uppgjöri milli ólíkra aðila. Einföld verðstýring milli notendahópa ásamt möguleikum á sérkjörum og inneignum.

Snjöll orkustýring

Fullkomin hugbúnaðarlausn fyrir aflstýringu milli margra hleðslustöðva. Með álagsstýringu er möguleiki að hámarka orkunýtni rafkerfis bygginga og koma þannig í veg fyrir offjárfestingu.

Aðgangsstýring

Eigandi hleðslustöðvar velur hverjir hafa aðgang og á hvaða tíma ef þess er þörf. Mögulegt að virkja aðgang með RFID korti eða með snjallsíma.

Deildu þinni hleðslustöð með öðrum rafbílaeigendum. Þannig getum við hraðað uppbyggingu nauðsynlegra innviða fyrir orkuskipti í samgöngum.

e1 EV charging

Afhverju að velja hugbúnaðarlausn frá e1 fyrir þína hleðslustöð?

e1 EV charging station

Hleðslustöðvareigandi velur verð á kwh

Möguleiki á mismunandi verðlagningu eftir notendahópum

Hleðslustöðvareigandi stýrir opnunartíma

Opið aðgengi þegar eigandi hleðslustöðvar þarf ekki tryggan aðgang

Möguleiki að tengja allar tegundir OCPP hleðslustöðva

Auðvelt að tengja allar hleðslustöðvar sem uppfylla staðal Open Charge Point Protocol (OCPP).

Auðveld uppsettning

Hugbúnaðarlausn e1 er fljótleg og einföld í uppsetningu fyrir hleðslustöðvareiganda

Lágmarks viðhald og umsýsla

Bakendalausn sem gefur rauntímaupplýsingar um stöðu búnaðar ásamt sjálfvirkri álagsstýringu tryggja lágmarks viðhald og umsýslu á hleðslustöðvum.

Samstarf við helstu birgja hleðslustöðva á Íslandi

Hugbúnaðar- og greiðslulausn frá e1 er hægt að tengja við allar helstu tegundir hleðslustöðva sem eru í boði á Íslandi.

Aðildi Festu 2021

e1 var valið í Að­ildi – fellows­hip pró­gram sem fel­ur í sér að­ild að Festu í eitt ár fyr­ir framúrskarandi sprota eða 

ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki, hönn­un­ar­fyr­ir­tæki eða að­ila sem spyrja heim­speki­lega og af er­indi til þró­un­ar í heim­in­um í dag.

e1 EV charging festa
e1 EV charging FESTA

Alhliða lausnir fyrir alla eigendur hleðslustöðva

e1 býður uppá hagkvæma og skalanlega lausn fyrir hleðslustöðva rafbíla

sem tryggir lágmarks umsýslu og óaðfinnanlega upplifun rafbílaeigenda.

e1 heimahleðsla fyrir einstaklinga

e1 býður uppá snjalla heimahleðslu fyrir einstaklinga sem hafa möguleika á að tengja sína hleðslustöð beint við rafmagnstöflu íbúðar. Með heimahleðslulausn frá e1 getur þú séð allar hleðslur og stjórnað öllum aðgerðum með símanum þínum. Þannig er auðvelt að halda utanum þá raforku heimilisins sem er notuð fyrir rafmagnsbílinn. 

e1 heimahleðsla
e1 hleðslustöð húsfélög

e1 hleðslulausn fyrir húsfélög

e1 býður uppá fullkomna hleðslulausn fyrir íbúa fjölbýlishúsa sem gerir húsfélögum kleift að lágmarka upphafsfjárfestingu í innviðum fyrir rafbíla. Samhliða fjölgun rafbíla er hægt að fjölga hleðslustöðvum á einfaldan og hagkvæman hátt. 


e1 hleðslulausn fyrir fyrirtæki

e1 býður fyrirtækjum uppá fullkomna lausn fyrir eigin flota, starfsfólk eða viðskiptavini. Með einfaldri aðgansstýringu og gjaldtöku geta fyrirtæki komið upp hleðsluaðstöðu á einfaldan hátt. Fyrirtækjalausn e1 getur hentað vel fyrir eftirtalda aðila: 

  • Eigendur rafbílaflota
  • Bílastæðahús og gjaldskyld stæði
  • Veitufyrirtæki
  • Fasteignafélög
  • Opinberar stofnanir
  • Verslanir og veitingastaði 
  • Bensínstöðvar
e1 fyrirtæki

Bókaðu fría óháða ráðgjöf við val á hleðslubúnaði

e1 býður uppá fría ráðgjöf rafmagnstæknifræðings og rafvirkjameistara

 við val á hleðslustöð hvort sem er í sérbýli, fjölbýli eða hjá fyrirtækjum.