e1 - hleðslulausnir fyrir rafbíla

e1 var stofnað í janúar 2015 en félagið var stofnað með það að markmiði að þróa og koma á markað farsímalausn sem tengir saman  rafbílaeigendur og eigenda hleðslustöðva. Þannig er markmiðið að skapa markaðstorg eða deilihagkerfi hleðslustöðva fyrir rafbíla.

Við orkuskipti í samgöngum er þörf á mikilli uppbyggingu innviða. Í tilfelli rafbíla er aðgengi að hleðslustöð mikilvægur þáttur meðal annars í ljósi þess að drægni þeirra er almennt minni en annara hefðbundinna orkugjafa.

e1 EV charging team

Markmið e1 er að hraða uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Íslandi. Meginvara e1 er markaðstorg nettengdra hleðslustöðva fyrir rafbíla en einnig að veita ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og húsfélaga við val og uppsetningu á hleðslustöðvum. 

Snjallsímalausn e1 gefur rafbílaeigendum tækifæri til að fá upplýsingar um aðgengilegar hleðslustöðvar sem skráðar eru í kerfi e1. Eigendur hleðslustöðva geta boðið aðgang að sínum hleðslustöðvum í gegnum markaðstorg e1 og þannig haft tekjur af fjárfestingunni.

Eigendur hleðslustöðvanna geta verið ýmsir ólíkir aðilar ss. heimili, húsfélög, fyrirtæki og stofnanir. Þannig munu eigendur rafbíla hafa aukið aðgengi að hleðslumöguleikum og hvati fyrir eigendur hleðslustöðva að skrá sig í kerfið sem getur stuðlað að hraðari og hagkvæmari uppbyggingu nauðsynlegra innviða fyrir rafbíla.

Markaðstorg hleðslustöðva tryggir gagnsæi í verðlagningu sem eykur samkeppni á milli eigenda hleðslustöðva með tilheyrandi ábata fyrir neytendur. Með þessu fyrirkomulagi er líklegra að rafbílavæðingin verði hraðari en aðgengilegt og þéttriðið hleðslustöðvanet er forsenda hjá stórum hópi neytenda fyrir því að kaupa sér rafbíl.