Reykjavíkurborg, OR og Veitur gerðu með sér samkomulag í apríl 2019 um uppbyggingu innviða í borginni fyrir rafbílaeigendur. Á næstu þremur árum stendur til að styrkja húsfélög fjölbýlishúsa um samtals 120 m.kr. til þess að koma upp hleðslubúnaði á sínum lóðum en hámarksstyrkur til húsfélags getur numið 1,5 milljónum króna og en að hámarki 2/3 hlutar heildarkostnaðar.

Gert er ráð fyrir að hleðslan verði seld á þessum bílastæðum og geta húsfélög einfaldað allt utanumhald og umsýslu með því að nota lausnir frá e1. Með því að skrá hleðslustöðvar húsfélagsins inn á markaðstorg e1 geta gestir og aðrir rafbílaeigendur einnig notað hleðslustöðvar húsfélagsins og greitt fyrir notkunina samkvæmt því verði sem húsfélagið hefur sett upp.

Helstu reglur um styrki Reykjavíkurborgar vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla við fjöleignarhús:

Veittur er styrkur til eftirfarandi þátta:

  1. Kostnað vegna ráðgjafar sérfræðinga um hönnun hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla viðfjöleignarhús.
  2. Allan efniskostnað við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla á lóð fjöleignarhússþ.m.t. hleðslustöð, raflagnaefni og festingar.
  3. Vinnu jarðvinnuverktaka og iðnaðarmanna við að koma fyrir raflögnum, setja upphleðslustöðvar, tengingar raflagna og yfirborðsfrágang.
  4. Kostnaður við leyfisveitingar og heimtaugagjald.

Ljúka skal framkvæmdum innan 6 mánaða frá því umsókn er samþykkt.

Hleðslustöðvar skulu vera aðgengilegar öllum íbúum húsfélagsins og vera í eigu og umsjón húsfélagsins. Huga skal að því í upphafi hvernig kostnaði er skipt á milli þeirra sem nota hleðsluaðstöðuna. Hleðslustöðin skal geta haft samskipti (t.d. gsm) við miðlæga gagnasöfnun, sent upplýsingar um notkun og hleðslutíma til reikningsfærslu á hleðsluþjónustunni, vera búin búnaði til auðkenningar t.d. Rfid (Radio Frequency Identification) og hafa möguleika á álagsstýringu (t.d. skv. staðli OCPP 1.6) a.m.k. í framtíðinni.

Gerð er krafa um að viðkomandi húsfélag reki hleðsluaðstöðuna í að minnsta þrjú ár frá uppsetningu, að öðrum kosti áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að krefja húsfélagið um endurgreiðslu styrksins.