e1 Appið

e1 er markaðstorg nettengdra hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fyrsta vara e1 er farsímalausn sem gefur rafbílaeigendum tækifæri til þess að nálgast upplýsingar um allar aðgengilegar hleðslustöðvar sem skráðar eru í kerfið og valið hentugustu stöðina fyrir sig háð verði og eða staðsetningu.

Thumbnail for Video

e1 er markaðstorg nettengdra hleðslustöðva...

Hér fyrir neðan er stutt kynningarmyndband sem við gerðum til að sýna hvernig rafbílaeigandi notar appið.

Nýjasta blogg færslan..

Tímamótatillaga á Alþingi - ítarleg aðgerðaráætlun til orkuskipta kynnt

headerBlog.Name

„Alþingi ályktar að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að vinna að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis með því að auka hlutdeild innlendra endurnýjanlegra orkugjafa sem hafi í för með sér orkusparnað, aukið orkuöryggi, gjaldeyrissparnað og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Með orkuskiptunum verði enn fremur stuðlað að aukinni nýsköpun og nýrri atvinnustarfsemi sem byggist á sjálfbærri þróun.“

Á þessum línum hefst tillaga til þingsályktunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Spennandi verður að sjá hvort núverandi ríkisstjórn takist að koma þessu máli í gegnum þingið fyrir kosningar í haus. Í tillögunni er að finna aðgerðaráætlun um orkuskipti en sitjandi ríkisstjórn hefur verið gagnrýnd fyrir vanefndir á stefnuyfirlýsingu sinni frá því í maí 2013. Þar var lögð áhersla á að nýta vistvæna orkugjafa enn frekar og að hvatt verði úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Almenningi tryggðar upplýsingar
Óhætt er fullyrða að um tímamóta tillögu sé að ræða. Í henni er lögð fram nokkuð ítarleg og metnaðarfull aðgerðaráætlun til orkuskipta. Þar á meðal er ákvæði um uppbyggingu innviða fyrir vistvænar bifreiðar sem og að almenningi verði tryggðar upplýsingar um innviði vistvæns eldsneytis.

Hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi er nú um sex prósent. Markmið er að hlutfallið verði 10% árið 2020 og 30% árið 2030. Tryggja á að atvinnulífið sjái sér hag í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa. Það á að gera með ívilnunum af ýmsu tagi. Markvisst á að vinna að uppbyggingu nauðsynlegra innviða til að tryggja framgang orkuskipta með það að markmiði að „unnt verði að ferðast á vistvænum ökutækjum í þéttbýli og á skilgreindum leiðum utan þéttbýlis fyrir árið 2025.“

Þá felst, meðal annars, í tillögunni að markvisst verði hvatt til orkusparnaðar á öllum sviðum. Slíkt leiki lykilhluterk í minni losun gróðurhúsalofttegunda og bættri nýtingu orkuauðlinda.

Áfram lægri gjöld á hreinorku og vistvænna bifreiðar
Í tillögunni er að finna aðgerðaráætlun í 25 liðum. Þar kemur til dæmis fram að endurskoða eigi gjaldtöku í samgöngum til að standa undir uppbyggingu og viðhaldi samgöngumannvirkja. Skerpa á á ávinningi fyrir sparneytnar bifreiðar auk þess sem auka á kvaðir á jarðefnaeldsneyti. Áfram á að endurgreiða virðisaukaskatt af hreinorkubílum og skoða á hvort það verði látið gilda um hópferðabíla sem knúnir eru hreinni orku. Áfram á að fella niður vörugjöld af innflutningi hreinorku bifreiða að sex og hálfri milljón króna og að fjórum milljónum króna fyrir aðrar vistvænnar bifreiðar (50g/CO2/km).

Stefnt er að því að 50% afsláttur verði af hlunnindasköttum vegna bifreiðahlunninda fyrir vistvænar bifreiðar en með því á að hvetja fyrirtæki til að fjárfesta í vistvænum bílum. Hreinorkuleigubílar skuli njóta forgangs við flugvelli og aðra mikilvæga samgönguinnviði.

Sérstakur sjóður til uppbyggingar innviða
Í tillögunni kemur fram að stjórnvöld verji 67 milljónum árlega, næstu þrjú árin, til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla en í kjölfarið á að skoða þörf á sérstökum innviðasjóði. „Með fjölgun hreinorku- og vistvænna bíla er nauðsynlegt að bæta aðgengi að innviðum.“ Skoða á uppbyggingu innviða fyrir haftengda og flugtengda starfsemi.

Starfshópur á að leggja til almennar aðgerðir sem stuðla að uppbyggingu innviða fyrir vistvænar bifreiðar við heimili og vinnustaði.

Þá er í aðgerðaráætluninni að finna ákvæði um að raftenglar verði í boði á langtímastæðum flugvalla, svo hægt sé að hlaða bílana á meðan þeir eru í stæði, auk þess sem öllum flugvélum verði skylt að nota landtengingu þegar þær standa á stæðum við flugstöðvarbyggingar.

Aðgengi að upplýsingum verði tryggt
Lagt er til að nægjanlegt aðgengi verði að upplýsingum um innviða bíla, eldsneyti o.s.frv. fyrir almenning. „Með aukinni uppbyggingu innviða fyrir vistrænt eldsneyti er mikilvægt að almenningur geti auðveldlega nálgast upplýsingar um slíkt sem og um bíla og aðrar hagnýtar upplýsingar.“

Af nógu er að taka í aðgerðaráætluninni. Þannig á að hvetja sveitarfélög til að innleiða formlega samgöngustefnu sem taki mið af vistvænum samgöngum, meðal annars í formi úthlutunar lóða til fjölorkustöðva sem og ívilnunum vegna hreinorkubíla. Auka á stuðning við fjárfestingar, innviði og rannsóknir fyrir orkuskipti auk þess sem meta á á heildstæðan hátt þjóðhagslega hagkvæmni orkuskipta.

Hér er aðeins stiklað á stóru en þingsályktunartillagan er á 24 síðum. Óhætt er að hvetja áhugamenn um orkuskipti til að kynna sér hana í þaula en hana má nálgast á vef alþingis (http://www.althingi.is/

Samfélag

Með orkuskiptum í samgöngum á Íslandi mun samkeppnisstaða landsins aukast þegar farið er að nýta innlendan og vistvænan orkugjafa sem mun veita Íslandi sérstöðu á heimsvísu. Þegar að orkuskiptum í samgöngum er lokið mögulega eftir 2-3 áratugi þá mun Ísland búa við þá sérstöðu að allar athafnir á landi verða knúnar endurnýjanlegum orkugjafa.

Kortið

e1 þróar og hannar snjallsímaforrit (app) sem ætlað er eigendum rafbíla. Með appinu getur rafbílaeigandinn séð allar aðgengilegar stöðvar í nágrenni við sig. Hægt verður að sjá hvort að hleðslustöð sé laus, upptekin eða úr umferð. Með appinu er hægt að hefja hleðslu, fylgjast með þróun á hleðslu í rauntíma og stöðva hleðslu. Rafbílaeigandinn getur greitt fyrir hleðsluna í gegnum appið og er greiðslunni miðlað til hleðslustöðvareigandans gegn þóknun e1.

Samstarfsaðilar

  • Icelandic_Startups_Logo_RGB.png
  • 1369391315-arion_logo.png
  • ON_logo.png
  • Gulleggid_logo_web_transparent.png
  • SER transparent.png

  • Download from App Store
  • Download from Google Play