Spurt og Svarad

Húsfélög

Hvað er Hleðslulausn e1 fyrir húsfélög?

Hleðslulausn e1 fyrir húsfélög er afar ódýr og einföld leið fyrir húsfélagið til að aðgangs- og álagsstýra hleðslustöðvum húsfélagsins og fá sjálfvirka skiptingu greiðslna fyrir alla íbúa/notendur.

Geta öll húsfélög nýtt sér Hleðslualausnina frá e1?

Já, Hleðslulausn e1 fyrir húsfélög er opin og virkar því alltaf með þeirri gerð hleðslustöðva sem húsfélagið hefur valið að setja upp hjá sér.

Getur húsfélag bætt Hleðslulausn e1 við eftir að stöðvarnar hafa þegar verið settar upp?

Já, húsfélagið getur valið að bæta hleðslulausninni við eftir uppsetningu stöðvanna.

Getur húsfélagið stækkað lausnina og bætt reglulega við stöðvum eftir þörfum?

Já, það er ekkert mál að bæta við stöðvum eftir þörfum.

Hvað er innifalið í Hleðslulausn e1?

Innifalið í Hleðslulausn e 1 er

 1. aðgangsstýring að hleðslustöðvum húsfélagsins með e1 lyklinum.
 2. Álagsstýring hleðslustöðva húsfélagsins þannig að allir notendur fái jafn góðan aðgang að rafmagninu sem er fyrir hendi (sem fer eftir stærð heimtaugar).
 3. Einnig er innifalin sjálfvirk skipting greiðslna niður á hvern notanda innan hleðslunets húsfélagsins og jafnframt hægt að fá þá skiptingu senda beint inn í innheimtuþjónustu á vegum húsfélagsins.
Getur Hleðslulausn e1 unnið með eignaumsjónar fyrirtækjum sem þjónusta húsfélög?

Já, Hleðslulausn e1 virkar bæði með kerfum eignaumsjónarfélaga og/eða án. Þannig að e1 getur Hleðslulausn e1 hjálpað þeim húsfélögum sem eru ýmist komin í eignaumsjóna þjónustu eða ekki. Alveg eftir því hver þörfin er.

Ef húsfélag er í þjónustu hjá eignaumsjónar fyrirtæki hvernig skilar sér þá reikningur fyrir notkun í hleðslustöð til notenda?

Þá skilar Hleðslulausn e1 sjálfvirkt mánaðarlega notkunarupplýsingum beint inn í kerfi eignaumsjónar fyrirtækisins sem sendir síðan rukkun beint áfram til hvers og eins aðila húsfélagsins.

Hvað kostar Hleðslulausn e1 fyrir húsfélög?

Hún kostar kr. 620 m/vsk. per íbúð

Hver er ávinningur húsfélagsins af því að fá Hleðslulausn e1?

Með Hleðslulausn frá e1 þá getur húsfélagið tekið inn hvaða hleðslubúnað sem er og fengið hvaða uppsetningaraðila sem er (rafverktaka), annað hvort í bílastæðakjallarann og/eða við útistæðin, því Hleðslulausn e1 virkar með þeim öllum. Þannig fær húsfélagið lausn til að skipta greiðslum á einfaldan og ódýran hátt niður á hvern notanda, ásamt aðgangs- og álagsstýringu sem er allt innifalið í þjónustunni.

Hvað kostar rafmagnið til að hlaða bílinn í gegnum Hleðslulausn e1?

e1 leggur ekkert ofan á venjulegt raforkuverð frá þínum raforkusala og rafmagnið í rafbílahleðslunni kostar því nákvæmlega það sama og fyrir íbúðina þína.

Er einhver önnur álagning eða önnur gjöld sem húsfélagið þarf að greiða fyrir Hleðslulausn e1 annað en mánaðarlega tengigjaldið kr. 620 m/vsk. per íbúð?

Nei, það er enginn annar kostnaður frá e1.

Hvað þarf húsfélagið eða ég fyrir þess hönd að gera til að fá Hleðslulausn e1?

Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við e1 á www.e1.is/hafa-samband og þá hefur sérfræðingur frá e1 samband og vinnur málið áfram með ykkur í góðu samstarfi við ykkar sölu- og uppsetningaraðila hleðslubúnaðar.

Getur e1 aðstoðað mig við að finna söluaðila hleðslubúnaðar og uppsetningaraðila?

Já, við getum aðstoðað við það.

Hvernig opna ég fyrir hleðslu með Hleðslulausn e1?

Það er einfaldlega opnað fyrir hleðslu með e1 lyklinum.

Hver er uppsagnarfresturinn á Hleðslulausn e1?

Þú getur sagt Hleðslulausn e1 upp með eins mánaðar fyrirvara og það er enginn binditími.

Geta allar gerðir rafbíla og tengiltvinnbíla hlaðið með Hleðslulausn e1?

Já, Hleðslulausnin virkar með öllum gerðum raftengjanlegra bíla.

Geta allir hlaðið rafbílinn sinn á sama tíma með hleðslulausn e1?

Já, Hleðslulausn e1 býður upp á álagsstýringu sem hámarkar nýtingu heimtaugar hússins og sér til þess að allir notendur innan hvers hleðslunets fái jafnan aðgang að því rafmagni sem er fyrir hendi á staðnum.

Er hægt að fá Hleðslulausnina frá e1 um allt land?

Já, rafvirki húsfélagsins setur upp hleðslubúnaðinn og svo vinnur sérfræðingur frá e1 með honum að uppsetningu á hleðslulausninni frá e1 rafrænt.

Fyrirtæki

Hvað er Hleðslulausn e1 fyrir Fyrirtæki?

Hleðslulausn e1 fyrir fyrirtæki er ódýr og einföld leið fyrir fyrirtækið til að aðgangs- og álagsstýra hleðslustöðvum fyrirtækisins og fá sjálfvirka skiptingu greiðslna fyrir alla notendur.

Geta öll fyrirtæki nýtt sér Hleðslualausnina frá e1?

Já, Hleðslulausn e1 fyrir fyrirtæki er opin og virkar því með öllum gerðum  hleðslustöðva sem fyrirtækið hefur valið og/eða ætlar að setja upp.

Geta fyrirtæki bætt Hleðslulausn e1 við eftir að stöðvarnar hafa þegar verið settar upp?

Já, fyrirtækið getur valið að bæta Hleðslulausninni við eftir uppsetningu hleðslustöðvanna.

Getur fyrirtækið stækkað kerfið sitt og bætt reglulega við hleðslustöðvum eftir þörfum inn í Hleðslulausnina?

Já, það er ekkert mál að bæta við hleðslustöðvum eftir þörfum.

Hvað er innifalið í Hleðslulausn e1 fyrir fyrirtæki?

Innifalið í Hleðslulausn e 1 er

 1. aðgangsstýring að hleðslustöðvum fyrirtækisins með e1 appinu og/eða e1 lyklinum.
 2. Álagsstýring hleðslustöðva í neti fyrirtækisins þannig að allir notendur fái jafnan aðgang að því rafmagni sem er fyrir hendi (sem fer eftir stærð heimtaugar). 
 3. Mæling notkunar og greiðslumiðlun (sjálfvirka skipting greiðslna)
 4. Uppsetning og hýsing á hleðsluneti fyrirtækisins*
 5. Gott samstarf við sölu- og uppsetningaraðila hleðslustöðva fyrirtækisins.
Getur Hleðslulausn e1 þjónustað stór fyrirtækja húsfélög (fyrirtækjasameignir) sem vilja deila hleðslustöðvum í bílastæðakjallara og/eða úti á bílaplani?

Já, Hleðslulausn e1 er einmitt hönnuð til að leysa flóknar aðstæður eins og samnýtingu hleðslustöðva fyrir marga aðila/fyrirtæki, bæði inni og úti, opnar og lokaðar hleðslur.

Getur e1 séð um útreikninga og útsendingu reikninga beint til notenda hleðsla hjá fyrirtækinu, hvort sem um er að ræða starfsfólk fyrirtækis eða viðskiptavini?

Já, e1 getur séð alfarið um mælingar, útreikninga og reikninggerð til endanotenda. Hleðslulausn e1 útbýr sjálfvirkt mánaðarlega notkunarupplýsingar og kostnað og sendir síðan reikninga beint áfram til hvers og eins notanda, hvort sem er starfsfólks eða viðskiptavina fyrirtækis.

Hvað kostar Hleðslulausn e1 fyrir fyrirtæki?
 • Hleðslustöð (AC public) kr. 990 m/vsk. á mán. fyrir hvert tengi óháð fjölda notenda
 • Hleðslustöð (AC private) kr. 620 m/vsk. á mán. fyrir hvert tengi óháð fjölda notenda
 • Hraðhleðslustöð (DC) kr. 2.990 m/vsk. á mán. fyrir hvert tengi óháð fjölda notenda
 • Færsluhirðing fyrir allar gerðir hleðslustöðva 20% þóknun
Hver er ávinningur fyrirtækja af því að fá Hleðslulausn e1?

Með Hleðslulausn frá e1 þá getur fyrirtækið tekið inn hvaða hleðslubúnað sem er og fengið hvaða uppsetningaraðila sem er (rafverktaka), annað hvort í bílastæðakjallarann og/eða við útistæðin, því Hleðslulausn e1 virkar með þeim öllum. Þannig fær fyrirtækið lausn til að skipta greiðslum á einfaldan og ódýran hátt niður á hvern notanda hleðslanna hjá sér, ásamt aðgangs- og álagsstýringu sem er allt innifalið í þjónustunni.

Hvað kostar rafmagnið til að hlaða bílinn í gegnum Hleðslulausn e1?

e1 leggur ekkert ofan á venjulegt raforkuverð frá þínum raforkusala og rafmagnið í rafbílahleðslunni kostar því nákvæmlega það sama og annað rafmagn fyrir fyrirtækið.

Er einhver önnur álagning eða önnur gjöld sem fyrirtækið þarf að greiða fyrir Hleðslulausn e1 annað en mánaðarlega tengigjaldið sbr. ofangr. verð.

Nei, það er enginn annar kostnaður frá e1 fyrir Hleðslulausninni.

Hvað þarf fyrirtækið að gera til að fá Hleðslulausn e1?

 Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við e1 á www.e1.is/hafa-samband og þá hefur sérfræðingur frá e1 samband og vinnur málið áfram í góðu samstarfi sölu- og uppsetningaraðila hleðslubúnaðar fyrirtækisins.

Getur e1 aðstoðað mig við að finna söluaðila hleðslubúnaðar og uppsetningaraðila?

Já, við getum aðstoðað við það.

Hvernig opna ég fyrir hleðslu með Hleðslulausn e1?

Það er einfaldlega opnað fyrir hleðslu með e1 lyklinum eða með e1 appinu.

Hver er uppsagnarfresturinn á Hleðslulausn e1?

Það er hægt að segja Hleðslulausn e1 upp með eins mánaðar fyrirvara og það er enginn binditími.

Geta allar gerðir rafbíla og tengiltvinnbíla hlaðið með Hleðslulausn e1?

Já, Hleðslulausnin virkar með öllum gerðum raftengjanlegra bíla.

Geta allir hlaðið rafbílinn sinn á sama tíma með hleðslulausn e1?

Já, Hleðslulausn e1 býður upp á álagsstýringu sem hámarkar nýtingu viðkomandi heimtaugar sem ætluð er fyrir hleðslur fyrirtækisins og sér til þess að allir notendur innan hvers hleðslunets fái jafnan aðgang að því rafmagni sem er til staðar.

Er hægt að fá Hleðslulausnina frá e1 um allt land?

Já, rafvirki fyrirtækisins þíns setur upp hleðslubúnaðinn og svo vinnur sérfræðingur frá e1 með honum að uppsetningu á Hleðslulausninni frá e1 rafrænt.

Geta fyrirtæki fengið skýrslur um uppgjör mánaðarlega og séð nákvæmlega stöðuna á notkun í sínum hleðslum og kostnað?

Já, fyrirtæki fá senda mánaðarlega skýrslu og uppgjör vegna hleðslustöðva í fyrirtækjanetinu sínu þann 15. hvers mánaðar. Skýrslan veitir m.a. Upplýsingar um fjölda notenda, fjölda notaðra kWh, kostnað, tekjur o.fl.

Geta fyrirtæki sjálf fengið aðgang inn á sitt stjórnborð (dashboard) í þjónustukerfi e1 og þannig stýrt aðgengi notenda að hleðsluneti sínu sjálf ef þau vilja?

Já, fyrirtæki fá sjálf aðgang að eigin fullkomna þjónustukerfi til stýringar á hleðslunetinu sínu og geta þannig skráð og afskráð notendur og margt fleira, en e1 getur einnig séð um það og fleira fyrir þau ef þau kjósa það.

Geta fyrirtæki ákveðið verð á kWh í eigin hleðslum eftir klst/dögum o.fl, veitt afslætti, fríhleðslur og ýmis fríðindi ef þau kjósa svo?

Já, allt þetta geta fyrirtæki ákveðið sjálf og jafnvel breytt sjálf, ef þau kjósa svo, með sínum aðgangi að þjónustukerfi e1.