e1 - Opnar þér aðgang!

Ódýr og einföld hleðslulausn fyrir húsfélög

Er húsfélagið búið að setja upp eða á leiðinni að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og vantar sjálfvirka skiptingu greiðslna fyrir hvern rafbílaeiganda sem og aðgangs- og álagsstýringu stöðvanna?

Skrá migLesa meira

Ódýr og einföld hleðslulausn fyrir húsfélög

e1 er með ódýra og einfalda hleðslulausn sem virkar með öllum gerðum hleðslustöðva húsfélagsins, fyrir allar gerðir rafbíla. Lausnin veitir sjálfvirka skiptingu greiðslna þannig að hver rafbílaeigandi greiði fyrir sína notkun, hvort sem rukkað er beint eða í gegnum innheimtuþjónustu húsfélagsins. Álagsstýringin sér jafnframt um að allar hleðslustöðvar húsfélagsins fái jafnan aðgang að rafmagni. Það eina sem húsfélagið þarf að gera er að tryggja notendum aðgang að hleðslustöðvunum með e1 lyklinum.

Innifalið

  • Mæling notkunar og sjálfvirk skipting greiðslna fyrir hvern notanda með eða án beinni tengingu við innheimtuþjónustu húsfélagsins*
  • Aðgangsstýring að hleðslustöðvum húsfélagsins með e1 lyklinum
  • Álagsstýring hleðslustöðva húsfélagsins
  • Uppsetning og hýsing á hleðsluneti húsfélagsins**
  • Uppsetning og skráning nýrra notenda á netið
  • Aðgangur fyrir alla notendur á vef
  • Gott samstarf við sölu- og uppsetningaraðila hleðslustöðva húsfélagsins

Kostnaður

  • Einungis kr. 620 m/vsk. á mán. fyrir hvert tengi óháð fjölda notenda hvers tengis/stöðvar
w

Hafa samband / Fyrirspurn um þjónustuna

Senda fyrirspurn á ráðgjafa varðandi e1 hleðslulausn og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

*Mæling er lesin frá 16. degi fyrri mánaðar – 15. dags næsta mánaðar. Afvirkjun aðgangs er tilkynnt á www.e1.is  fyrir 15. hvers mánaðar. Ekki er lokað fyrir aðgang ef um ræðir skemmri tíma en einn mánuð.

**Hleðsluþjónusta e1 annast þjónustu við hleðslunet í eigu húsfélagsins en rekstur hleðslustöðvanna er á ábyrgð húsfélagsins.

Sækja Húsfélagabækling

Hér getur þú sótt upplýsingabækling sem lýsir því hvað er innifalið í e1 hleðslulausninni fyrir húsfélög.