Hverjir eru við

Um okkur


Hugmyndin að e1 varð til í áfanga um arðsemi verkefni í meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík haustið 2014. Í byrjun árs 2015 var fyrirtæki stofnað af þremur samnemendum, Axel Rúnar Eyþórsson, Konráð Örn Skúlason og Diðrik Steinsson, ber það heitið Natus ehf.

Varan/Þjónustan

e1 er markaðstorg nettengdra hleðslustöðva fyrir rafbíla. Farsímalausn e1 gefur rafbílaeigendum tækifæri til að fá upplýsingar um allar aðgengilegar hleðslustöðvar sem skráðar eru í kerfi e1. Eigendur hleðslustöðva geta boðið aðgang að sínum hleðslustöðvum í gegnum kerfið og þannig haft tekjur af fjárfestingunni. Eigendur hleðslustöðvanna geta verið ýmsir ólíkir aðilar ss. heimili, húsfélög, fyrirtæki og stofnanir. Þannig munu eigendur rafbíla hafa aukið aðgengi að hleðslumöguleikum og hvati fyrir eigendur hleðslustöðva að skrá sig í kerfið sem getur stuðlað að hraðari og hagkvæmari uppbyggingu nauðsynlegra innviða fyrir rafbíla. Kerfið tryggir gagnsæi í verðlagningu sem eykur samkeppni á milli eigenda hleðslustöðva með tilheyrandi ábata fyrir neytendur. Með þessu fyrirkomulagi er líklegra að rafbílavæðingin verði hraðari. Aðgengilegt og þéttriðið hleðslustöðvanet er ein megin forsenda hjá stórum hópi neytenda fyrir því að kaupa sér rafbíl.

Sagan

Í byrjun árs 2015 var hugmyndin valinn til að taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík sem er 10 vikna prógram. Á þessu tímabili var hugmyndin tálguð til með hjálp fjölda mentora frá ólíkum afkimum atvinnulífsins. Samhliða var hugmyndin send inn til þátttöku í Gullegginu 2015 og komust hún í topp 10. Einnig tókum hugmyndind þátt í Climate Launchpad 2015 sem er Evrópukeppni vistvænna hugmynda og lenti hún í 3. sæti á Íslandi.  Gaf þessi árangur rétt til að fara út til Amsterdam í september 2015 fyrir hönd Íslands í lokaúrsliti ásamt um 80 öðrum hugmyndum hvaðanæva að úr Evrópu. Hugmyndind var svo valin til þátttöku í sjónvarpsþættinum Toppstöðin sem sýndur var á RÚV haustið 2015. Um var að ræða þátt um frumkvöðla og hvernig þeir vinna í sýnum hugmyndum til að láta þær verða að veruleika.

 

 Hafið samband

Þeir sem vilja hafa samband við okkur geta sent tölvupóst á e1@e1.is eða hringt í síma 821-6966.

 

Teymið

AR-20160315-36-2.jpg

Axel Rúnar Eyþórsson

Co-Founder & CEO
Hafa samband
AR-20160315-44-2.jpg

Konráð Örn Skúlason

Co-Founder & CTO
Hafa samband