Til baka

Fjöldi rafbíla tvöfaldast á árinu

headerBlog.Name

Fjöldi rafbíla í umferð tvöfaldaðist árið 2015, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu frá því í októberlok. Nýskráðir hafa verið 330 rafbílar á árinu en fyrir voru fyrir 315. Alls eru bifreiðar, sem aðeins eru knúnar rafmagni, því 645 talsins.

Rafmagn enn sem komið er orkugjafi aðeins 0,25 prósent skráðra bifreiða á Íslandi. Þegar horft er til bifreiða sem nýskráðar hafa verið á árinu, eru hlutfall rafbíla 2,2 prósent. Þegar tvinnbílar eru teknir með í dæmið kemur í ljós að af 15.200 bílum sem nýskráðir hafa verið á árinu 2015 eru 5,5 prósent þeirra knúðir rafmagni að hluta til eða öllu leyti.

Þrátt fyrir að lækka megi rekstrarkostnað bifreiða til muna með því að nota rafmagnsbíla, hafa fyrirtæki yfir að ráða tiltölulega fáum rafbílum á Íslandi. Af 645 rafmagnsbifreiðum eru 449 í eigu eða vörslu einstaklinga. Af því leiðir að tæplega 200 fyrirtækjabílar eru knúðir rafmagni í landinu.

Tvinnbílar hafa fyrir nokkru rutt sér rúms á Íslandi. Liðlega 1.700 tvinnbílar eru í umferð á Íslandi, bílar með rafmagn sem annan orkugjafa. Langflestar þeirra bifreiða eru í eigu einstaklinga, eða 1.474 um síðustu mánaðamót. Tvinnbílar eru bifreiðar sem hafa bæði rafhreyfil og bensín- eða dísilvél sem aflgjafa. Fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn, Toyota Prius, kom á götuna árið 1997.

Tvinnbílar hafa fengist á sambærilegu verði við bensín- eða dísilbíla, ekki síst fyrir tilstilli þess afsláttar sem stjórnvöld hafa veitt af vörugjöldum vistvænna bifreiða. Minna má á að stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum til að framlengja þann afslátt.

Tölfræði Samgöngustofu 29. október 2015

Tölfræði Samgöngustofu 29. október 2015

Til baka